Blóðbankabíllinn við KFC
Blóðbankabíllinn verður í Reykjanesbæ í dag. Hefur bílnum verið komið fyrir á bílaplaninu við KFC og verður hann þar til kl. 17 í dag. Suðurnesjamenn eru hvattir til þess að staldra við hjá Blóðbankabílnum og gefa góða en jafnframt mikilvæga jólagjöf. Að blóðgjöf lokinni verður svo hægt að gæða sér á kleinum og skola þeim niður með djús.