Mánudagur 16. febrúar 2009 kl. 11:37
Blóðbankabíllinn safnar blóði á Suðurnesjum
Öruggasta ávöxtunin í dag mun vera í Blóðbankanum og þeir sem vilja leggja inn eru hvattir til að mæta í Blóðbankabílinn þegar hann verður næst á ferðinni í Reykjanesbæ. Söfnunarbíll Blóðbankans verður við veitingastað Kentucky nk. Miðvikudag kl. 10-17 og eru allir velkomnir.