Mánudagur 10. ágúst 2009 kl. 12:07
Blóðbankabíllinn í Reykjanesbæ á miðvikudaginn
Blóðbankabíllinn verður í Reykjanesbæ næstkomandi miðvikudag, 12. ágúst. Bíllinn verður eins og áður staðsettur við veitingastaðinn Kentucky frá kl. 10 til 17.
Í tilkynningu frá Blóðbankabílnum segir að allir séu velkomnir og að blóðgjöf sé lífgjöf.