Blóð og hertrukkar í Reykjanesbæ
„Ramma“ húsið, sem stendur við Njarðarbraut í Reykjanesbæ og hýsti áður víkingaskipið Íslending, skýtur nú skjóli yfir brellusérfræðinga og leikmyndasmiði frá Hollywood.
Húsið, sem Reykjanesbær leigði áður, er nú leigt af Clint Eastwood og félögum en í húsinu kennir ýmissa grasa. Þar inni er t.d. hægt að sjá tvo hertrukka sem notaðir verða í myndinni Flags of our Fathers en slíkir trukkar eru ekki á hverju götuhorni þar sem um hertrukka frá seinni heimstyrjöldinni er að ræða.
Einnig eru í „Ramma“ húsinu ýmsar æfingar með brelluskot. Það er að segja þau skot sem notuð eru í kvikmyndum og skvetta gerviblóði á þann sem miðað er á. Þá hefur Hollywood fólkið setið sveitt við að mála ýmsa mold og byggja skotgrafir fyrir kvikmyndina.
Ekki var hægt að ljósmynda neitt af því sem fór fram innanhúss þar sem starfsfólk þar hlítir ströngum reglum frá stórstjörnunni sjálfri, Clint Eastwood.
Húsið, sem Reykjanesbær leigði áður, er nú leigt af Clint Eastwood og félögum en í húsinu kennir ýmissa grasa. Þar inni er t.d. hægt að sjá tvo hertrukka sem notaðir verða í myndinni Flags of our Fathers en slíkir trukkar eru ekki á hverju götuhorni þar sem um hertrukka frá seinni heimstyrjöldinni er að ræða.
Einnig eru í „Ramma“ húsinu ýmsar æfingar með brelluskot. Það er að segja þau skot sem notuð eru í kvikmyndum og skvetta gerviblóði á þann sem miðað er á. Þá hefur Hollywood fólkið setið sveitt við að mála ýmsa mold og byggja skotgrafir fyrir kvikmyndina.
Ekki var hægt að ljósmynda neitt af því sem fór fram innanhúss þar sem starfsfólk þar hlítir ströngum reglum frá stórstjörnunni sjálfri, Clint Eastwood.