Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Blindi kajakleiðangurinn í Kaffitári
Þriðjudagur 15. mars 2005 kl. 18:15

Blindi kajakleiðangurinn í Kaffitári

Myndasýning frá kajakleiðangri blindra á austurströnd Grænlands verður haldin í Kaffitári n.k. fimmtudagskvöld kl. 20:00. Þar segir leiðangursstjórinn og Njarðvíkingurinn Baldvin Kristjánsson frá þessum einstaka leiðangri en hópurinn lenti í ýmsu skemmtilegu og ýmsum hremmingum á þeim 49 dögum sem hann stóð yfir og náðu þeir að fara tæpa 1000 km áður en vetur gekk í garð.
Báturinn sem sótti leiðangursmenn fórst á leið til byggða og með honum tapaðist allur búnaður og myndir leiðangursins. Þær hafa síðan fundist og er því loks hægt að segja frá þessum ævintýralega leiðangri í máli og myndum.
Nú er röðin komin að Reykjanesi og eru allir boðnir velkomnir til að heyra óvenjulega ferðasögu.

- Nánar í Víkurfréttum á fimmtudaginn!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024