Blindhríð á Reykjanesbraut
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu.
Blindhríð er á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi þessa stundina og spáð er mikilli ofankomu og hvassviðri. Hvassviðrið mun ná hámarki um hádegisbil og biður Lögreglan á Suðurnesjum fólk um að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Víkurfréttir náðu tali af björgunarsveitarmanni sem segir björgunarsveitir þegar hafa verið kallaðar út til að vera í viðbragðsstöðu.