Blindahríð suðvestantil
Spáð er stormi eða roki víða um land um helgina og fylgir mikil ofankoma með óveðrinu. „Það verður mjög blint víða og mun snjóa einnig mikið með þessu.“ Segir Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur í samtali við RÚV. Hrafn segir að fólk þurfi að fylgjast vel með veðurfréttum og færð um helgina ef það ætlar sér að vera á faraldsfæti.
Hálka var á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut í morgun en vetrarfærð er í flestum landshlutum í dag.
Hægt er að fylgjast með færð á vegum inn á heimasíðu Vegagerðarinnar og veðurspá má finna á heimasíðu Veðurstofu Íslands.