Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Blendnar tilfinningar vegna breytinga
Miðvikudagur 19. mars 2008 kl. 19:46

Blendnar tilfinningar vegna breytinga

Jón Halldór Sigurðsson, formaður Lögreglufélags Suðurnesja, segir blendnar tilfinningar hjá sínum félagsmönnum við tíðindum dagsins, að skipta embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum upp í þrjár einingar. Öryggisverðir flytjast til Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar, tollgæslan verður sjálfstæði eining en lögreglan og landamæragæsla verða áfram undir hatti Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Félagar í Lögreglufélagi Suðurnesja halda aðalfund sinn nú í kvöld og gera má ráð fyrir að breytingarnar verði eitt af stóru málunum á fundinum.



Lögreglumönnum fjölgar
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur fengið heimild til að ráða þá lögreglumenn sem útskrifast frá Lögregluskólanum í vor og hafa hug á að starfa hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Við breytingarnar er gert ráð fyrir að lögreglulið Suðurnesja sé skipað í kringum 90 lögreglumönnum, auk yfirstjórnar.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er ekki von til annars en að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum haldi þeim bílaflota sem er til staðar við embættið nú en skipulagsbreytingarnar hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum miða að því að styrkja daglega löggæslu í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Gott samstarf í hættu
Jón Halldór sagði lögreglumenn almennt ánægða með sinn hlut, en sögðu óvissu hjá tollvörðum og öryggisvörðum, sem með breytingunum væru komnir undir annan hatt og fái nýja yfirmenn. Hann sagði hættu á að gott samstarf t.a.m. í fíkniefnamálum verði fyrir bí, þrátt fyrir orð um að lögð verði áhersla á, að ekki verði hróflað við hinu nána og góða faglega samstarfi við lög- og tollgæslu á svæðinu. Einn húsbóndi eigi auðveldar með að segja tveimur fylkingum að vinna saman en tveir húsbændur. Jón Halldór sagði tollverði og öryggisverði eiga inni fullan stuðning lögreglumanna í þeim breytingum sem framundan væru.



Mynd: Frá aðalfundi Lögreglufélags Suðurnesja nú í kvöld. Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri kynnti fyrirhugaðar breytingar á embættinu.