Bleikja í Sandgerðistjarnir?
Forstöðumönnum Fræðasetursins í Sandgerði og Náttúrustofu Reykjaness hefur verið falið að skoða hugmynd um það hvort nýta megi tjarnir í nágrenni við bæjarfélagið undir bleikjuseiði.
Það er Sigurjón Gunnarsson sem sent hefur bæjaryfirvöldum í Sandgerði erindi um bleikjueldið. Hann hefur áhuga á málinu og segir að gera megi ráð fyrir miklu æti í umræddum tjörnum.
Erindið var samþykkt samhljóða en forstöðumennirnir eiga að skila greinargerð um málið á næsta fundi bæjarstjórnar Sandgerðis. Þá var málinu jafnframt vísað til umhverfisráðs.
Það er Sigurjón Gunnarsson sem sent hefur bæjaryfirvöldum í Sandgerði erindi um bleikjueldið. Hann hefur áhuga á málinu og segir að gera megi ráð fyrir miklu æti í umræddum tjörnum.
Erindið var samþykkt samhljóða en forstöðumennirnir eiga að skila greinargerð um málið á næsta fundi bæjarstjórnar Sandgerðis. Þá var málinu jafnframt vísað til umhverfisráðs.