Bleikar Víkurfréttir komnar úr prentun
Víkurfréttir eru komnar í dreifingu um öll Suðurnes. Blaðið þessa vikuna er 20 síður og þar kennir ýmissa grasa. Viðtal vikunnar er við Tómas Young, framkvæmdastjóra Hljómahallar. Ítarlega er fjallað um samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum. Fjallað er um íbúafund andstæðinga kísilvers Thorsil, fyrirhugað Kötlugos á Suðurnesjum og rætt við verðandi formann knattspyrnudeildar Keflavíkur. Við skoðum póstkort í Myllubakkaskóla og nýja netverslun á Ásbrú, allt í blaði vikunnar.