Blautur dagur við Faxaflóa
Suðlæg átt, 8-13 m/s. Rigning og síðar skúrir við Faxaflóa. Hiti 4 til 8 stig. Suðvestan 10-18 og rigning í kvöld, en skúrir eða él og hiti 1 til 5 stig á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 5-13, rigning og súld, en skúrir nálægt hádegi. Hiti 5 til 8 stig. Sunnan 10-18 og rigning í kvöld, vestlægari og skúrir eða él á morgun. Hiti 1 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum. Frost 0 til 5 stig, en hiti 0 til 5 stig sunnan og vestanlands. Suðvestan eða sunnan 5-10 og rigning V-lands um kvöldið.
Á föstudag:
Suðvestan 5-10 m/s og milt veður. Rigning, einkum vestanlands. Gengur í norðvestan 8-13 m/s síðdegis, styttir upp og kólnar.
Á laugardag:
Vestan og suðvestan 8-13 m/s en hægari fyrir norðan land. Dálítil slydda eða rigining og hiti 0 til 5 stig, en vægt frost fyrir norðan.
Á sunnudag og mánudag:
Norðlæg átt og snjókoma eða él, einkum N- og A-til. Kólnandi veður.