Blautt í dag - þurrt á morgun
Austanlæg átt 3-8 m/s og hiti 2 til 7 stig. Dálítil rigning, en úrkomulítið til landsins. Fremur hæg breytileg átt í kvöld og nótt og dálitlar skúrir eða él og kólnar. Hægviðri og yfirleitt þurrt á morgun og frost 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 3-8 m/s og rigning með köflum. Hiti 2 til 5 stig. Dálitlar skúrir eða él í kvöld og nótt og kólnar. Hægviðri og yfirleitt þurrt á morgun og frost 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðaustan 8-15 m/s sunnan- og vestanlands og snjókoma með köflum, en rigning eða slydda við ströndina. Hiti kringum frostmark. Hægari norðan- og austanlands, bjartviðri og talsvert frost.
Á sunnudag:
Ákveðin SA-átt með SV-ströndinni framan af degi, en annars hægari. Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands, annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 5 stig sunnan og vestanlands og minnkandi frost NA-til.
Á mánudag:
Austan 5-10 m/s. Snjókoma eða slydda A- og NA-lands og við suðurströndina, en annars þurrt að kalla. Frostlaust við sjóinn en annars vægt frost.
Á þriðjudag:
Breytileg átt 5-10 m/s. Snjókoma eða slydda með köflum norðan- og austantil, en annars skýjað með köflum. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Suðaustlæg átt með rigningu eða slyddu en úrkomulíitð NA-til. Hiti kringum frostmark.