Blautt áfram en styttir upp
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægviðri og dálítilli rigningu eða súld á vestanverðu landinu, en bjart með köflum austan til. Birtir heldur til vestanlands síðdegis, en rignir þá um tíma á Norðausturlandi. Víða bjart veður á morgun, en þokuloft eða súld úti við norðurströndina. Hiti 13 til 20 stig í dag, hlýjast á Austurlandi, en heldur svalara á morgun.