Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Blaut helgi framundan
Föstudagur 24. september 2010 kl. 08:24

Blaut helgi framundan


Veðurspáin fyrir Faxaflóasvæðið býður upp á vaxandi suðaustanátt með þungbúnu veðri. Það verður dálítil rigning og súld í dag en suðaustanátt og talsverð rigning á morgun. Hiti verður á bilinu 5-12 stig. Búast má við svipuðu veðri á sunnudaginn.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Suðaustan 3-5 m/s og stöku skúrir, en 5-10 og lítilsháttar væta síðdegis. Suðaustan 8-13 og talsverð rigning á morgun. Hiti 5 til 12 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Suðaustan 10-15 m/s og talsverð rigning, en 5-10 og úrkomuminna NA-lands. Hiti 8 til 13 stig.

Á sunnudag:
Suðaustan 13-18 m/s og rigning, en hægari þurrt að kalla NA-til. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á mánudag:
Sunnanátt og víða rigning eða skúrir, en bjartviðri N-lands. Hiti 8 til 13 stig.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Suðaustlæg átt og milt veður. Vætusamt, einkum S- og A-lands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024