Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláum vökva sprautað á bíla
Föstudagur 30. nóvember 2012 kl. 15:13

Bláum vökva sprautað á bíla

Lögreglan á Suðurnesjum fékk í morgun tilkynningu þess efnis að búið væri að sprauta bláum vökva yfir fjórar bifreiðar í eigu fyrirtækis í umdæminu. Þetta kom í ljós þegar starfsfólk þess mætti til vinnu. Um reyndist vera að ræða bláan WC hreinsivökva, þegar nánar var að gáð.

Þá var lögreglu tilkynnt um veggjakrot á tveimur byggingum, strætóskýli og íþróttahúsi í umdæminu.
Loks var kveikt í blaðabunka framan við útidyr að geymslu fjölbýlishúss. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á vettvang og slökkti í bunkanum. Engar sjáanlegar skemmdir hlutust af þessu athæfi, en reykræsta þurfti geymsluhúsnæðið. Málin eru í rannsókn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024