Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 10. janúar 2001 kl. 11:50

Bláu lónin stefna hvort öðru fyrir dóm

Aðstandendur veitingahússins Bláa lónsins annars vegar og rekstraraðilar Bláa lónsins hf. og Hitaveitu Suðurnesja hins vegar hafa stefnt hver öðrum þar sem báðir krefjast þess að hinn fái ekki að nota nafn Bláa lónsins. Héraðsdómur Reykjaness tekur málið fyrir á morgun.

Veitingahúsið Bláa lónið - „gamli“ staðurinn sem ekki hefur haft baðaðstöðu, krefst þess að skráning vörumerkisins „Blue lagoon“ verði fellt úr gildi en aðstandendur Bláa lónsins hf. krefjast þess að Veitingahúsinu Bláa lóninu verði dæmt óheimilt að nota Bláa lóns nafnið.
Á fimmtudag og föstudag verða réttarhöld í Héraðsdómi Reykjaness þar sem hvor aðili um sig frá Svartsengi mun krefja hinn um að láta af notkun nafnsins Bláa lónsins. Hitaveita Suðurnesja fékk vörumerkið Bláa lónið skráð í vörumerkjaskrá árið1988. Sú skráning var endurnýjuð um 10 ár frá 25. september 1998.
Síðla árs 1989 var stofnað hlutafélagið Víkurlón sem hóf veitingarekstur við Svartsengi í mars 1990 og stóð það ekki í neinu sambandi við Hitaveituna. Á þeim tíma var aðstaða fyrir baðgesti Bláa lónsins mun síðri en nú er og engar veitingar fáanlegar í boði Hitaveitunnar. Veitingastaður Víkurlóns naut hins vegar vinsælda baðgesta sem annarra og öðlaðist kynningu hér á landi sem Veitingahúsið Bláa lónið eða Veitingahúsið við Bláa lónið og var hann markaðsettur sem slíkur.
Einnig var veitingastaðurinn auglýstur erlendis undir nafninu Restaurant Blue Lagoon.
Í janúar 1994 fékk Heilsufélagið við Bláa lónið, sem stofnað var 1992, leyfi sýslumanns í Keflavík til að reka veitingasofu við Svartsengi og hafa veitingar verið boðnar þar upp frá því. Árið 1995 var nafni félagsins breytt úr Heilsufélaginu við Bláa lónið í Bláa lónið hf. og heitir svo enn. Árið 1997 fékk félagið vörumerkið Blue Lagoon skráð í vörumerkjaskrá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024