Blái herinn tilnefndur til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs
Hreinsum Ísland með Bláa hernum/Landvernd og hvalaskoðunarfyrirtækið Elding hafa verið tilnefnd til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru nú veitt í 24. sinn og verður vinningshafinn tilkynntur 30. október 2018 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Ósló.
Þema verðlaunanna var verndun lífsins í hafinu í ár. Norræna dómnefndin sem fer yfir tilnefningarnar hyggst verðlauna verkefni sem styðja sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030 og tekur 14. markmiðið sérstaklega til lífsins í hafinu.
Það var Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem tilkynnti um tilnefninguna á lýðræðishátíðinni LÝSU á Akureyri fyrir helgi.