Blái herinn og SEEDS hreinsuðu upp átta tonn á Akranesi
Vinnuhópurinn SEEDS, eða Fræ eins og það útleggst á íslensku, tók til hendinni með Bláa hernum í hreinsunarverkefni á Akranesi síðastliðinn mánudag. Hópurinn hreinsaði um átta tonn af járnarusli úr fjörunni hjá skipasmíðastöðinni Þorgeir og Ellert.
Bæjaryfirvöld á Akranesi ætla núna í framhaldinu að gera átak í að hreinsa meira en af nógu er að taka þarna í fjörunni. Verkefnið tókst vel og næsta verkefni Bláa hersins og SEEDS er í burðarliðnum á Reykjanesi.