Blái herinn í Grindavík
Tómas Knútsson og Blái herinn hans heimsótti Grindavík á dögunum og tók heldur betur til hendinni á Hópsnesinu.
Dagsverkið voru 5 tonn af rusli, þar á meðal full kerra af plastrusli, eitt rafgeymabúnt, dekk og fleira. Tómas segir að nóg sé eftir að rusli á á öðrum stöðum og var hann ánægður með hvernig til tókst en frá þessu er greint á heimasíðu Grindavíkurbæjar.
Mynd: Grindavik.is