Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Blái herinn hreinsar til í Vestmannaeyjum
Sunnudagur 29. apríl 2007 kl. 12:54

Blái herinn hreinsar til í Vestmannaeyjum

Umhverfissamtökin Blái herinn stóð fyrir hreinsunarverkefni í Vestmannaeyjum dagana 16. – 22. apríl. Tekin voru fyrir svæði sem eru í og við strandlengjuna og höfnina. Liðsmenn Bláa hersins voru meistaraflokkur ÍBV að þessu sinni og tókst mjög vel til við hreinsunarverkefnin.

Fimm tonn af járnarusli, plasti og veiðarfærum var hreinsað og ásýndin við hafnarsvæðið sem og í nokkrum fjörum breyttist til muna og öllum þátttakendum til sóma.

Aðal styrktaraðili Bláa hersins er Toyota á Íslandi og vildi Blái herinn þakka Magnúsi Kristinssyni, eiganda Toyota, fyrir stuðninginn með því að koma til Eyja og leggja Eyjamönnum liðsstyrk sinn í baráttunni við hreinna og heilnæmara umhverfi.

Blái herinn vill þakka öllum þeim sem gerðu dvöl okkar í Eyjum ánægjulega og óskar öllum gleðilegs sumars. Undir þetta ritar Tómas J. Knútsson, forsvarsmaður Bláa hersins.

 

Mynd: Að verki loknu við Eiðið í Vestmannaeyjum. Mynd: TJK

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024