Blái herinn fargar yfir 50 tonnum af rusli
Blái herinn hefur það sem af er þessu ári komið yfir 50 tonnum af rusli til endurvinnslu. Eitt af umfangsmeiri verkefnum ársins var hreinsun á olíublautu þangi úr Hvalsnesfjöru. Þar voru fjarlægð 25 tonn af þangi. Í Vestmannaeyjum var 5 tonnum af rusli komið til förgunar og einu bílflaki að auki. Þrjú bílflök voru tekin úr Reykjanesfólkvangi, 10 tonn af rusli í Reykjanesbæ og 8 tonn á Akranesi.
Ýmsir hópar hafa verið í samstarfi við Bláa herinn um hreinsunarstörf. Þannig hafa félagar í íþróttahreyfingunni lagt hernum lið, einnig björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðasamtök.
Á meðfylgjandi mynd eru félagar í SeedsIceland við hreinsunarstörf með Bláa hernum um helgina.
Ýmsir hópar hafa verið í samstarfi við Bláa herinn um hreinsunarstörf. Þannig hafa félagar í íþróttahreyfingunni lagt hernum lið, einnig björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðasamtök.
Á meðfylgjandi mynd eru félagar í SeedsIceland við hreinsunarstörf með Bláa hernum um helgina.