Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Blái herinn 20 ára í dag
Herforinginn Tómas J. Knútsson á sýningunni 1200 tonn í Íslenska sjávarklasanum.
Miðvikudagur 1. apríl 2015 kl. 10:29

Blái herinn 20 ára í dag

Mikill meðbyr og margir sem vilja hjálpa.

„Það er svo mikill meðbyr með Bláa hernum að ég kallast heppinn að detta ekki á hausinn. Það eru margir aðilar sem vilja hjálpa okkur í framtíðinni að ég kvíði ekki þeim verkefnum sem þarf að leysa,“ segir Tómas J. Knútsson, stofnandi Bláa hersins í samtali við Víkurfréttir. Þetta mikilvæga hugarfóstur hans fagnar 20 ára afmæli í dag. Hann ætlar í tilefni dagsins að fara í innanhúss-umhverfishvatningu hjá Íslandsbanka og heimsækja Sjávarklasann í tilefni opnunar þriðja hluta þess húss.

Aðspurður segir Tómas minna rusl en áður í fjörum landsins en ómyndin sem sé í umhverfinu, sérstaklega eftir að gjaldtakan átti sér stað, virðist hafa aukist. „En við verðum bara að tækla þessi verkefni af jákvæðni og benda á það að ímynd svæðisins er í húfi ef við göngum ekki vel um okkar nærumhverfi. Það geta allir lagt þessu verkefni lið að hafa jörðina hreina og fína.“ 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024