Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 3. júlí 2001 kl. 10:00

Bláfugl eykur umsvifin

Bláfugl hf. auglýsir nú eftir flugmönnum og flugstjórum. Verið er að fjölga áhöfnum í kjölfar aukinna umsvifa félagsins. Ein fragtvél er í notkun hjá Bláfugli en að sögn Þórarins Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Bláfugls, er hugmyndin að fjölga ferðum vélarinnar. Mbl.is greindi frá.
Engir nýir áfangastaðir voru teknir upp en tíðni ferða hefur aukist auk þess sem aukning er í sérverkefnum. „Við erum að leggja grunn að frekari vexti og það er alveg ljóst að flugflotinn mun vaxa í komandi framtíð,“sagði Þórarinn um aukinn mannskap.
Yfir hundrað manns sóttu um hjá Bláfugli þegar fyrirtækið auglýsti eftir flugmönnum er það var að hefja starfsemi sína fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þá var boðið upp á þjálfun en annað er hins vegar uppi á teningnum núna þar sem flugmenn verða að hafa réttindi til að fljúga Boeing 737-vélum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024