Bláfáninn afhentur í Grófinni í morgun
Höfnin er skv. sýnatöku tær og hrein.
Fulltrúi Landverndar, Katrín Magnúsdóttir, afhenti Bláfánann við smábátahöfnina í Grófinni í morgun. Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, veitti fánanum viðtöku og Tómas Knútsson, herforingi Bláa hersins, sagði nokkur vel valin orð og dró svo fánann að húni. Þá voru einnig viðstaddir fulltrúnar atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar.
Bláfánamerkið er til merkis um hreinleika hafnarinnar, en átak hefur staðið yfir í sjö mánuði við hreinsun hafnarinnar.
Eins og mörgum er kunnugt var hafnaði Landvernd afhendingu Bláfánans 20. maí sl. vegna tilkynningar íbúa Reykjanesbæjar um mögulega saurmengum í höfninni. Afhendingunni var frestað þar til niðurstaða úr sjávarsýnatöku lægi fyrir. Sýnatakan leiddi í ljós að tæra höfn, nánast án saurgerla.
Blaðamaður Víkurfrétta var viðstaddur afhendinguna og tók meðfylgjandi myndir.
Tómas Knútsson og Pétur Jóhannsson.
Katrín Magnúsdóttir Tómas Knútsson, Einar Þ. Magnússon, Björk Þorsteinsdóttir, Guðlaugur H. Sigurjónsson, Pétur Jóhannsson, Aðalsteinn Björnsson, Jóhannes Jóhannesson, Jón Pétursson og Sigurbjörn Sigurðsson (Bói).
VF/Olga Björt