Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláfánanum flaggað við Bláa Lónið níunda árið í röð
Fimmtudagur 23. júní 2011 kl. 15:41

Bláfánanum flaggað við Bláa Lónið níunda árið í röð

Bláfáninn var dreginn að húni í Bláa Lóninu mánudaginn 20. júní sl.Bláa Lónið hefur flaggað Bláfánanum árlega frá árinu 2003 og flagger honum því níunda árið í röð. Fyrstu árin blakti fáninn eingöngu við húni á sumrin en á síðasta ári sótti Bláa Lónið um að fá að flagga fánanum allt árið um kring og gekk það eftir. Til að mega flagga fánanum verða Bláfánastaðir að standast alþjóðlega staðla sem eru endurmetnir á ári hverju. Bláfánanum er nú flaggað á 3650 stöðum í 41 landi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Leikskólabörn frá leikskólanum Laut í Grindavík aðstoðuðu við athöfnina en leikskólinn hefur hlotið umhverfisviðurkenninguna Grænfánann.

Sigrún Pálsdóttir, verkefnastjóri Bláfánans, sagði það vera afar ánægjulegt og hvetjandi að Bláa Lónið sem er einn þekktasti staður Íslands flaggi Bláfánanum níundar árið í röð.”


Bláfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis hafna og baðstranda. Bláfánann hljóta þeir einir sem leggja sig fram um að bæta gæði og þjónustu stranda og smábátahafna og stuðla að verndun umhverfis. Bláfáninn er tákn um að umhverfismál, öryggismál og umhverfisfræðslumál eru í hávegum höfð hjá handhöfum fánans.