Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Blæs hressilega í kvöld og nótt
Nær allan snjó hefur nú tekið upp og ekki von á hlákuflóðum eins og á dögunum.
Sunnudagur 4. janúar 2015 kl. 14:53

Blæs hressilega í kvöld og nótt

– Gengur í sunnan 20-25 í kvöld.

Í dag verður suðaustan 10-15 og rigning hér við Faxaflóa og hiti 2 til 8 stig. Gengur í sunnan 20-25 í kvöld. Suðaustan 13-20 og slydda á morgun, vestlægari og él síðdegis. Hiti nálægt frostmarki.


Á hádegi var austanátt, víða 10-18 m/s og slydda eða rigning, en dálítil snjókoma á N- og A-landi. Hiti frá 6 stigum syðst, niður í 7 stiga frost í Svartárkoti.


Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 10-18 og slydda eða rigning, en snjókoma fram eftir degi fyrir norðan og austan. Hlýnandi veður. Sunnan 18-25 um tíma í kvöld og nótt, fyrst SV-lands. Allhvöss sunnanátt á morgun, rigning eða snjókoma með köflum og hiti nærri frostmarki, en úrkomulítið NA-til. Vestlægari annað kvöld og 15-23 m/s SA-lands. Él og kólnandi veður.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 8-15 m/s, en gengur í sunnan 18-23 í kvöld. Rigning og hiti 4 til 7 stig. Dregur úr vindi í nótt. Sunnan 10-15 og slydda á morgun, vestlægari og él seinni partinn. Hiti nálægt frostmarki.


Veðurhorfur á landinu næstu daga
Suðlæg átt, hvasst á köflum og úrkomusamt, einkum S- og V-lands. Hiti kringum frostmark. Á fimmtudag og föstudag er útlit fyrir suðvestanátt með éljum, en þurru og björtu veðri á NA- og A-landi. Frost um allt land.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024