Blæddi úr munni eins farþega: Sjúkrabílar sendir í burtu
Fjölmennt lið sjúkrabíla og slökkviliðsbíla eru nú á leið frá Keflavíkurflugvelli eftir að kom í ljós að aðeins blæddi úr munni eins farþega, en ekki sex eins og fyrstu fréttir hermdu. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er líklegt að farþeginn sem blæddi úr eigi ekki við alvarleg veikindi að stríða. Búist er við að vélin haldi áfram ferð sinni til New York innan stundar.