Blaðamaður óskast til Víkurfrétta
Víkurfréttir óska eftir blaðamanni í fullt starf á Suðurnesjum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Leitað er að aðila með gott vald á íslenskri tungu og með mikinn áhuga á fréttum og mannlífi Suðurnesja í sem víðustum skilningi. Umsóknir um starfið ásamt helstu upplýsingum sendist Páli Ketilssyni, ritstjóra Víkurfrétta, á póstfangið [email protected]. Upplýsingar eru ekki veittar í síma. Öllum umsóknum verður svarað og jafnframt verður farið með þær sem trúnaðarmál.Víkurfréttir ehf.
Grundarvegi 23
260 Reykjanesbæ




