Blað vikunnar komið á vefinn
Nýjar Víkurfréttir eru nú komar úr prentun og eru á leið inn um lúgur á Suðurnesjum. Blaðið er líka komið á vefinn. Í blaðinu í dag er vegleg íþróttaumfjöllun, meðal annars um nágrannaslagi á milli Grindavíkur og Keflavíkur í fótbolta karla og kvenna. Á íþróttasíðunum er einnig viðtal við golfarann Hólmar Árnason sem þrisvar sinnum hefur farið holu í höggi og viðtal við Stefan Ljubicic sem nýlega samdi við enska 1. deildarliðið Brighton. Kristján Karlsson, starfsmaður Isavia, vakti athygli á samfélagsmiðlum á dögunum eftir að kóreskur ferðamaður birti færslu á Facebook um einstaka hjálpsemi Krisjáns. Viðtal við Kristján er í Víkurfréttum dagsins. Ragnheiður Skúladóttir lét af störfum við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á dögunum eftir 53 ára starf og veitti Víkurfréttum viðtal í tilefni tímamótanna. Þetta og margt, margt fleira í Víkurfréttum þessarar viku.
Blaðið má lesa hér: