Bláa Lóns fjallahjólakeppnin 2003
Bláa Lóns fjallahjólakeppnin verður haldin sunnudaginn 15. júní og verður boðið upp á 60 og 70 km vegalengdir. Bláa Lóns keppnin, sem er skipulögð af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur (HFR) í samvinnu við Bláa Lónið og Hafnarfjarðarbæ, er nú haldin í 7. sinn og er fjölmennasta hjólakeppnin fyrir fullorðna sem haldin er hér á landi. Keppnin hefst við íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði kl. 9.30 og hjólar þá hópurinn saman til kirkjugarðsins þar sem tímataka hefst. Hjólaleiðin er 60 km og er hjólað frá Hafnarfirði, um Krýsuvíkurveg, Djúpavatnsleið, gegnum Grindavík og endað í Bláa lóninu þar sem þátttakendum verður boðið í lónið. Leiðin er að hluta á bundnu slitlagi og er ekki mjög torfær. Boðið verður upp á erfiðan 10 km krók fyrir þá allra hörðustu. Tvær drykkjarstöðvar eru á leiðinni, önnur á miðri leið og hin við markið. Sjúkragæsla verður undir umsjón Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.
Keppnin er opin öllum hjólreiðamönnum 16 ára og eldri. Í karlaflokki verður keppt í flokkum 16-18 ára, 19-33 ára og 34 og eldri. Í kvennaflokki verður keppt í flokkum 16-33 ára og 34 ára og eldri. Fyrstu keppendur koma í mark u.þ.b. 2 klst síðar en hingað til hefur þátttakendum tekist að ljúka keppninni á innan við 4 klst. Tímatöku lýkur við markið kl. 14.30. Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sæti í öllum flokkum.
Skráning verður samdægurs á milli kl. 8.15 og 9.00 og er þátttökugjald kr. 1500. Innifalið í skráningagjaldinu er bolur merktur keppninni og hjólabrúsi. Flutningur til baka fyrir keppendur og hjólin verður kl. 16.00 frá Bláa lóninu. Hjólin verða flutt með sendibíl þátttakendum að kostnaðarlausu en greiða verður kr. 600 fyrir rútuferð með Þingvallaleið. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu HFR sem er hfr.vortex.is og í síma 664 1831.
Keppnin er opin öllum hjólreiðamönnum 16 ára og eldri. Í karlaflokki verður keppt í flokkum 16-18 ára, 19-33 ára og 34 og eldri. Í kvennaflokki verður keppt í flokkum 16-33 ára og 34 ára og eldri. Fyrstu keppendur koma í mark u.þ.b. 2 klst síðar en hingað til hefur þátttakendum tekist að ljúka keppninni á innan við 4 klst. Tímatöku lýkur við markið kl. 14.30. Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sæti í öllum flokkum.
Skráning verður samdægurs á milli kl. 8.15 og 9.00 og er þátttökugjald kr. 1500. Innifalið í skráningagjaldinu er bolur merktur keppninni og hjólabrúsi. Flutningur til baka fyrir keppendur og hjólin verður kl. 16.00 frá Bláa lóninu. Hjólin verða flutt með sendibíl þátttakendum að kostnaðarlausu en greiða verður kr. 600 fyrir rútuferð með Þingvallaleið. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu HFR sem er hfr.vortex.is og í síma 664 1831.