Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláa lónið vill glæða náttúruperluna Seltjörn auknu lífi
Miðvikudagur 13. apríl 2022 kl. 14:58

Bláa lónið vill glæða náttúruperluna Seltjörn auknu lífi

Bláa lónið býðst til að styðja samfélagið á Reykjanesi með því að taka að sér umsjón með Seltjörn og umhverfi hennar þannig að hún nýtist vel íbúum og gestum þeirra. Erindi um málið og samningsdrög voru lögð fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar.

Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í hugmyndina sem gengur út á glæða náttúruperluna Seltjörn auknu lífi m.a. með því sleppa fiski í vatnið og bjóða almenningi að veiða í vatninu. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir framlögð samningsdrög fyrir sitt leyti.

Um tímabundinn samning til 5 ára yrði að ræða, uppsegjanlegan frá beggja hendi og öll uppbygging á svæðinu skal samrýmast gildandi skipulagi. Aðgengi almennings að svæðinu verði tryggt sem og gott samstarf við Skógræktarfélag Suðurnesja og Módelflugfélag Reykjanesbæjar sem er með starfsemi á svæðinu. Umhverfissvið Reykjanesbæjar yrði eftirlitsaðili með samningnum og öll uppbygging/breytingar á svæðinu yrðu bornar undir það.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aukið líf við Seltjörn og í Sólbrekkuskógi kallar síðan á aukinn kraft í hjóla- og göngustígatengingu bæði við Reykjanesbæ og við Grindavík sem hefur verið í undirbúningi. 

Erindi var vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.