Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláa Lónið styrkir íþróttafélögin á Suðurnesjum
Fimmtudagur 30. desember 2021 kl. 09:00

Bláa Lónið styrkir íþróttafélögin á Suðurnesjum

Núna á aðventunni veitti Bláa Lónið íþróttafélögum á Suðurnesjunum styrki sem er ætlað að styðja við uppbyggingu barna- og unglingastarfs á svæðinu. Andvirði styrkjanna er rétt um sjö milljónir króna og eru þeir ellefu talsins. 

„Það er mikilvægt að hafa fyrirtæki eins og Bláa Lónið sem kemur að fyrra bragði og styður við íþróttahreyfinguna í þessu erfiða rekstrarumhverfi. Fyrir það ber að þakka. Stuðningur sem þessi sýnir í verki mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar og við þökkum stjórnendum Bláa Lónsins fyrir áratuga stuðning við íþróttalíf á svæðinu,“ sagði Einar Haraldsson formaður Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, við afhendingu styrkjanna. 

„Það er afar ánægjulegt fyrir Bláa Lónið að geta nú stutt aftur með öflugum hætti við hið mikilvæga og óeigingjarna íþrótta- og æskulýðsstarf sem unnið er innan íþróttahreyfingarinnar í nærsamfélaginu. Bláa Lónið hefur um margra ára skeið stutt við íþróttastarfið á Suðurnesjunum og við hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs.“ sagði Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024