Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláa Lónið styrkir BUGL
Fimmtudagur 23. desember 2004 kl. 14:58

Bláa Lónið styrkir BUGL

Bláa lónið færði Söfnunarsjóð Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) rausnarlega gjöf að upphæð kr. 200.000,- í gær. Fyrirtækið styrkir góð málefni á ári hverju í stað þess að senda jólakort.

Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bláa lónsins hf, afhenti fulltrúum BUGL gjöfina ásamt boðskortum í Bláa lónið – heilsulind fyrir Ævintýraklúbb BUGL.

Anna sagði við þetta tækifæri að það væri sérstaklega ánægjulegt að styðja við hið frábæra starf sem unnið væri á deildinni. Fulltrúar deildarinnar sögðu að gjafir sem þessar væru mikilvægar til uppbyggingar á starfsemi BUGL og sá hlýhugur sem þeim fylgdi væri ómetanlegur.

Myndin: Við afhendinguna í gær. VF-mynd: Edda Sólveig Gísladóttir
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024