Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláa lónið stækkað fyrir 800 milljónir króna
Föstudagur 7. október 2005 kl. 14:17

Bláa lónið stækkað fyrir 800 milljónir króna

Ákveðið hefur verið að ráðast í umtalsverða stækkun og breytingar á Bláa Lóninu – heilsulind. Hönnunarsamningar vegna verkefnisins hafa verið gerðir við VA Arkitekta, Fjarhitun, Rafteikningu og Verkfræðistofu Suðurnesja. Samningarnir voru undirritaðir í Bláa Lóninu - heilsulind miðvikudaginn 5. október.

Framkvæmdirnar felast bæði í stækkun á húsnæði og á baðlóni sem verður stækkað úr 5000 fm í 7.500 fm. Búnings- og baðaðstaða verður einnig stækkuð og endurhönnuð. Breytingar verða jafnframt gerðar á núverandi veitingasal og nýr og glæsilegur 400 m2 veislu- og veitingasalur tekinn í notkun. Verslun verður stækkuð og ný skrifstofuaðstaða byggð. Alls nemur stækkun á húsnæði 3000 fm.

Stækkun og breytingar á heilsulind miðast við að auka á einstaka upplifun gesta.

Áætluð verklok eru á öðrum ársfjórðungi 2007. Kostnaður vegna verkefnisins er 800 mkr.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024