Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláa Lónið og Og Vodafone í samstarf
Mánudagur 4. október 2004 kl. 18:00

Bláa Lónið og Og Vodafone í samstarf

- Heitur reitur í Bláa Lóninu – heilsulind.
Bláa Lónið hf og Og Vodafone hafa hafið samstarf og býðst gestum Bláa Lónsins - heilsulindar aðgangur að þráðlausu háhraða internetsambandi eða heitum reit (Hot Spot) í bæði veitinga- og ráðstefnusal. Þessi þjónusta er gestum að kostnaðarlausu að því er fram kemur í tilkynningu frá Bláa Lóninu.

Notkun á heitum reitum hefur notið mikilla vinsælda erlendis en hérlendis hefur þessi aðgangur staðið tölvunotendum til boða gegn gjaldi. Og Vodafone er brautryðjandi í að bjóða þessa þjónustu endurgjaldslaust á völdum stöðum hér á landi.

Heiti reiturinn er liður í að bjóða gestum góða þjónustu en töluverð eftirspurn hefur verið eftir internetsambandi á staðnum bæði meðal almennra gesta og ráðstefnugesta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024