Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bláa lónið: Nýtt met í fjölda gesta
Mánudagur 7. janúar 2008 kl. 12:11

Bláa lónið: Nýtt met í fjölda gesta

Gestir Bláa lónsins hafa aldrei verið fleiri en árið 2007. Alls sóttu 407.620 gestir þennan vinsæla áfangastað og er það rúmlega 7% aukning frá árinu á undan.

Umfangsmiklar breytingar og endurbætur voru gerðar á baðstað Bláa lónsins á sl ári. Öll búnings- og baðaðstaða var endurhönnuð og Betri stofa þar sem m.a. er boðið upp á einkaklefa var tekin í notkun. Lava, nýr veitingastaður byggður inn í hraunið, hóf einnig starfsemi á árinu. Á vefsíðu Bláa lónsins segir að markmið breytinganna sé að auka á upplifun gesta og gera heimsóknina enn ánægjulegri.

Af heimasíðu Bláa Lónsins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024