Bláa lónið í aðalhlutverki
Bláa lónið er aðalsögusvið nýrrar auglýsingar Citibank og er kísill Bláa lónsins í aðalhlutverki í auglýsingunni sem fjallar um eiganda heilsulindar í Bandaríkjunum sem flytur inn kísil úr lóninu. Það var John Scott, sonur hins þekkta Ridley Scott, sem var leikstjóri auglýsingarinnar.
Auglýsingin var tekin upp í mars sl. í samvinnu við íslenska kvikmyndafyrirtækið Pegasus.