Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláa Lónið hlýtur viðurkenningu frá einum vinsælasta ferðavef heims
Miðvikudagur 6. júlí 2011 kl. 12:10

Bláa Lónið hlýtur viðurkenningu frá einum vinsælasta ferðavef heims

Bláa Lónið fær að meðaltali fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum




Einn vinsælasti ferðavefur heims, TripAdvisor, hefur veitt Bláa Lóninu sérstaka viðurkenningu, „Certificate of Excellence, fyrir góðan vitnisburð meðlima TripAdvisor.com. Bláa Lónið hlaut að meðaltali fjórar og hálfa stjörnu frá þeim sem lögðu mat á gæði staðanna. Einnig er hlutfall afar góðra umsagna mjög hátt.


Þetta styrkir stöðu Bláa Lónsins sem einstakrar heilsulindar á heimsmælikvarða en Bláa Lónið hefur hlotið fjölda viðurkenninga á undanförnum árum. Fyrr á þessu ári valid CNN Bláa Lónið sem „World’s 10 Most Exotic Wellness Retreats“. Lesendur hins virta ferðablaðs Conde Nast hafa tvisvar valið Bláa Lónið besta spa-staðinn í flokki þeirra sem byggja starfsemi sína á lækningum og jarðvarma. Lesendur Conde Nast völdu Bláa Lónið einnig sem einn af tíu bestu spa-stöðum í heimi. Spa Finder, eitt virtasta spa-tímarit heims, hefur að auki valið Bláa Lónið sem besta Spa-staðinn í flokki þeirra sem veita lækningameðferðir og besta spa í Skandinavíu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024