Bláa lónið hlýtur Nýsköpunarverðlaun ársins 2000
Rannsóknarráð Íslands og Útflutningsráð Íslands veittu Bláa lóninu h.f. Nýsköpunarverðlaun ársins 2000 á Nýsköpunarþingi sem haldið var á Hótel Loftleiðum í dag. Verðlaunin eru veitt árlega fyrirtæki sem að mati ráðanna þykir hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu sem byggð er á rannsóknastarfi og vísinda- og tækniþekkingu og náð hefur sannfærandi árangri á markaði.Áður hafa hlotið Nýsköpunarverðlaunin Vaki h.f, Hugvit h.f., Íslensk erfðagreining h.f., og Flaga h.f. Morgunblaðið á Netinu greinir frá í dag.