Bláa Lónið hf kaupir veitingahúsið Jenný
Bláa Lónið hf hefur keypt veitingahúsið Jenný, sem er staðsett aðeins steinsnar frá Bláa lóninu. Bláa Lónið hf hefur þegar tekið við veitingahúsinu og verður það framvegis starfrækt undir nafninu Hraunborg. Húsið verður ekki rekið sem hefðbundinn veitingastaður og verður áhersla lögð á leigu þess til funda og einkasamkvæma. Salurinn, sem rúmar allt að 150 gesti, er bjartur og skemmtilegur og hentar vel fyrir fundi og mannfagnaði t.d. starfsmannafagnaði, afmæli og árshátíðir.Fjölbreyttustu og glæsilegustu fundarsali landsins er að finna við Bláa lónið. Auk salarins í Hraunborg býður Bláa Lónið fundarsal fyrir allt að 100 manns í heilsulindinni við Bláa lónið. Í Eldborg, kynningar- og ráðstefnuhúsi Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi, eru þrír salir sem rúma allt að 300 gesti.
Veitingaþjónusta Bláa Lónsins hf (s. 420 8806) annast bókanir vegna allra salanna. Þá býður fyrirtækið einnig aðstoð við skipulagningu og ferðir til og frá Bláa lóninu.
Veitingaþjónusta Bláa Lónsins hf (s. 420 8806) annast bókanir vegna allra salanna. Þá býður fyrirtækið einnig aðstoð við skipulagningu og ferðir til og frá Bláa lóninu.