Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláa lónið fagurgrænt
Mánudagur 25. júní 2007 kl. 00:07

Bláa lónið fagurgrænt

Bláa lónið stendur ekki lengur undir nafni þar sem það hefur skipt um lit og er orðið fagurgrænt. Gott veður undanfarið er ástæða litaskiptanna.

Þörungar sem eru í vatninu innihalda bæði bláan og grænan lit. Ástæða litaskiptanna er sú að birta og jafnt hitastig í lóninu hafa myndað kjöraðstæður fyrir þörungana undanfarið og græni litur þörunganna þar með tekið yfir.

Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins, sagði í samtali við Stöð 2 í kvöld að margir hafi furðað sig á litnum og spurt um ástæðuna. Magnea segir engan hafa krafist endurgreiðslu þar sem lónið sé ekki í réttum lit.

Búast má við því að lónið fái aftur sinn gamla lit með haustinu þegar kólna tekur í veðri á ný.

 

Mynd: Svona var umhorfs í Bláa, eða eigum við að segja græna, lóninu í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024