Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Bláa Lónið færir slökkviliðinu hjartastuðtæki að gjöf
Ásmundur Jónsson slökkviliðsstjóri og Hulda Gísladóttir gæðastjóri Bláa lónsins. Mynd/Grindavik.is
Þriðjudagur 12. mars 2013 kl. 09:49

Bláa Lónið færir slökkviliðinu hjartastuðtæki að gjöf

Bláa Lónið kom færandi hendi til Slökkviliðs Grindavíkur með hjartastuðtæki sem fer í slökkvibílinn.
Að sögn Ásmundar Jónssonar slökkviliðsstjóra kemur hjartastuðtækið sér vel en það var á óskalista slökkviliðsins.

„Á meðal okkar verkefna er lífbjörgun og því er mikið öryggi að hafa hjartastuðtæki um borð í slökkvibílnum. Þetta er eins tæki og er til dæmis í sundlauginni og hjá Bláa Lóninu sem er mikill kostur. Kunnum við Bláa lóninu kærar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf,“ sagði Ásmundur við heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25