Bláa Lónið færir slökkviliðinu hjartastuðtæki að gjöf
	Bláa Lónið kom færandi hendi til Slökkviliðs Grindavíkur með hjartastuðtæki sem fer í slökkvibílinn.
	Að sögn Ásmundar Jónssonar slökkviliðsstjóra kemur hjartastuðtækið sér vel en það var á óskalista slökkviliðsins.
„Á meðal okkar verkefna er lífbjörgun og því er mikið öryggi að hafa hjartastuðtæki um borð í slökkvibílnum. Þetta er eins tæki og er til dæmis í sundlauginni og hjá Bláa Lóninu sem er mikill kostur. Kunnum við Bláa lóninu kærar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf,“ sagði Ásmundur við heimasíðu Grindavíkurbæjar.

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				