Bláa lónið eykur rými fyrir gesti
Hönnunarvinna er hafin vegna breytinga á búningsklefum í Bláa lóninu. Hönnuðir leita nú leiða til að auka rými fyrir gesti.
Bláa lónið mun ekki auka fjölda skápa en í dag eru þeir 700 heldur leggja áherslu á að auka það rými sem hver og einni gestur hefur. Gert er ráð fyrir að breytingum verði lokið á næsta ári.
VF-mynd/ Oddgeir Karlsson