Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláa Lónið er nýr þátttakandi í Vakanum
Guðrún Lísa Sigurðardóttir, gæðastjóri Bláa Lónsins, Þuríður Aradóttir Braun, verkefnisstjóri Markaðsstofu Reykjaness og Magnea Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Bláa lónsins með viðurkenningarnar. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 29. september 2015 kl. 14:59

Bláa Lónið er nýr þátttakandi í Vakanum

– gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar

Bláa lónið hlaut í dag viðurkenningu Vakans, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar, auk þess sem veitingastaðurinn Lava og Blue Café í Bláa Lóninu fengu sérstaka viðurkenningu.

Bláa lónið hefur um árabil verið í hópi bestu heilsulinda heims og hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir framúrskarandi aðstöðu og einstaka upplifun.

Bláa lónið leggur áherslu á upplifun, gæði og öryggi og er viðurkenning Vakans enn frekari staðfesting á mikilvægi þessara þátta í starfsemi fyrirtækisins.
 
Markmiðið með Vakanum er að efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja
Guðrún Lísa Sigurðardóttir, gæðastjóri Bláa lónsins og Magnea Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi, tóku á móti Vakanum fyrir hönd Bláa Lónsins. Þuríður Aradóttir Braun, verkefnisstjóri Markaðsstofu Reykjaness, afhenti viðurkenninguna fyrir hönd Vakans og Ferðamálastofu.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024