Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláa lónið er ennþá blátt!
Miðvikudagur 21. apríl 2010 kl. 15:36

Bláa lónið er ennþá blátt!

Danskir frændur okkar hjá Extrablaðinu hafa áhyggjur af því að Bláa lónið sé ekki ennþá blátt og hafi tekið á sig gráan lit öskufalls úr Eyjafjallajökli. Blaðamaður Extrablaðsins setti sig í samband við kynningarstjóra Bláa lónsins, Magneu Guðmundsdóttur, sem hló að spurningunni.


„Ha,ha, nei. Lónið er ennþá blátt,“ segir Magnea og útskýrir fyrir Dönum að Bláa lónið sé staðsett víðsfjarri Eyjafjallajökli, eldfjallinu með kjánalega nafnið, sem sendi öskuský yfir mestan hluta Evrópu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Magnea útskýrir fyrir blaðamanni að áhrifasvæði eldgossins sé mjög lítið á Íslandi og lífið gangi sinn vanagang um allt land. Þá segir Magnea einnig að það sé á engan hátt hættulegt að ferðast til Íslands og að um leið og samgöngur komist í eðlilegt horf að nýju þá geri ferðaþjónustan ráð fyrir því að fólk haldi áfram að ferðast til Íslands.

Sjá frétt Extrablaðsins.