Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bláa Lónið endurræður 236 starfsmenn
Fimmtudagur 3. september 2020 kl. 11:50

Bláa Lónið endurræður 236 starfsmenn

Bláa lónið ætlar að endurráða tíma­bundið 236 starfs­menn úr þeim hópi sem sagt var upp í lok maí. Þá var 403 starfs­mönn­um sagt upp störf­um.

Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari Helgu Árna­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra sölu-, markaðs- og vöruþró­un­ar­sviðs Bláa lóns­ins, við fyr­ir­spurn mbl.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í frétt mbl.is kemur fram að fé­lagið ætl­i að freista þess að halda starf­sem­inni op­inni inn í haustið, þó með breytt­um af­greiðslu­tíma, en Bláa lónið var lokað í rúma þrjá mánuði, frá lok­um mars fram í lok júní, vegna kór­ónu­veirunn­ar.