Bláa lónið byggir heilsuhótel
Bygging fimm stjörnu heilsulindarhótels við Bláa lónið er hluti af framtíðaráformum félagsins. Undanfarna mánuði hefur félagið unnið að arðsemisgreiningu og annarri undirbúningsvinnu sem nauðsynleg er áður en endanleg ákvörðun um byggingu hótelsins verður tekin.
Að sögn Magneu Guðmundsdóttur, kynningarstjóra Bláa lónsins, ber áhugi erlendra aðila á verkinu glöggt vitni um sérstöðu Bláa lónsins og hversu vel þekkt vörumerki félagsins er.
„Fulltrúar þekktrar erlendrar hótelkeðju hafa þegar heimsótt Bláa lónið og fundað með forsvarsmönnum félagsins og látið í ljós eindreginn áhuga á að koma að rekstri hótelsins, ef af byggingu þess verður. Vörumerki félagsins „Bláa lónið“ og „Blue Lagoon“ gegna lykilhlutverki í öllum rekstri þess sem og framtíðaruppbyggingu og hefur félagið því unnið að því með markvissum hætti að styrkja vörumerkin „Bláa lónið“ og „Blue Lagoon“, bæði á innlendum og erlendum markaði auk einkaréttar á notkun þeirra innanlands og um allan heim“, segir Magnea.
Að sögn Magneu Guðmundsdóttur, kynningarstjóra Bláa lónsins, ber áhugi erlendra aðila á verkinu glöggt vitni um sérstöðu Bláa lónsins og hversu vel þekkt vörumerki félagsins er.
„Fulltrúar þekktrar erlendrar hótelkeðju hafa þegar heimsótt Bláa lónið og fundað með forsvarsmönnum félagsins og látið í ljós eindreginn áhuga á að koma að rekstri hótelsins, ef af byggingu þess verður. Vörumerki félagsins „Bláa lónið“ og „Blue Lagoon“ gegna lykilhlutverki í öllum rekstri þess sem og framtíðaruppbyggingu og hefur félagið því unnið að því með markvissum hætti að styrkja vörumerkin „Bláa lónið“ og „Blue Lagoon“, bæði á innlendum og erlendum markaði auk einkaréttar á notkun þeirra innanlands og um allan heim“, segir Magnea.