Bláa lónið: Búið að opna nýju búningsklefana
Framkvæmdir við endurhönnun og stækkun Bláa lónins ganga vel að því er fram kemur á heimaíðu fyrirtækisins. Í síðustu viku opnuðu búningsklefar á neðri hæð en gert er ráð fyrir að í lok maí verði öll búningsálman tilbúin. Þá verður ný skrifstofuálma tekin í notkun í lok maí.
Framkvæmdir við nýjan veitingasal ganga einnig vel en byrjað er að glerja salinn. Stefnt er að því að nýji veitingasalurinn opni um mitt sumar.
Af heimasíðu Bláa lónsins
Framkvæmdir við nýjan veitingasal ganga einnig vel en byrjað er að glerja salinn. Stefnt er að því að nýji veitingasalurinn opni um mitt sumar.
Af heimasíðu Bláa lónsins