Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bjuggust við hinu versta
Laugardagur 25. janúar 2003 kl. 20:38

Bjuggust við hinu versta

Búist var við hinu versta þegar Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um vopnaðan mann á Vatnsleysuströnd á sjöunda tímanum í kvöld. Tveir sjúkrabílar frá Brunavörnum Suðurnesja voru sendir á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var fólk á svæðinu áður en byssumaðurinn var handtekinn. Fólkinu var komið í öruggt skjól, en samkvæmt upplýsingum lögreglumanna á vettvangi var fólkið mjög skelkað. Engin slys urðu á fólki.


Ljósmynd af vettvangi í kvöld: Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024