Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Björn segir Jóhanni lögreglustjóra upp störfum
Laugardagur 20. september 2008 kl. 10:37

Björn segir Jóhanni lögreglustjóra upp störfum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dómsmálaráðuneyti Björns Bjarnasonar hefur tilkynnt Jóhanni R. Benediktssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að starf hans verði auglýst til umsóknar en skipunartími Jóhanns rennur út þann 1. apríl á næsta ári. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna skal tilkynna viðkomandi að embættið verði auglýst til umsóknar eigi síðar en hálfu ári sá tími rennur út.

24 stundir og Morgunblaðið fjalla um málið í morgun en í Morgunblaðinu segir að ekki hafi áður verið auglýst laus staða forstöðumanns ríkisstofnunar vilji forstöðumaðurinn á annað borð sinna starfinu áfram.

,,Ég get staðfest það að mér hefur verið tilkynnt af dómsmálaráðuneytinu að starf mitt verði auglýst til umsókinar. Að öðru leyti mun ég ekki tjá mig um þetta að svo komnu máli," hafa 24stundir eftir Jóhanni.